top of page

Sjóstöng frá Reykjavík

Í þessari ferð siglum við út í Faxaflóa á sjarmerandi eikarbátnum SÖGU sem var byggð árið 1970. Skipstjórinn er með áralanga reynslu af fiskveiðum í flóanum og þekkir því alla bestu veiði staðina!

 

Áhöfnin hjálpar þér að setja upp græjurnar og kennir þér handtökin ef þörf er á. Til þess að tryggja persónulega þjónustu, siglum við ekki með fleiri en 14 farþega í einu.

 

Um borð er að finna allan nauðsynlegan veiði búnað, sem og hlífðarföt. Á sumrin (maí til ágúst) stoppum við einnig við Engey / Lundey / Akurey utan við Reykjavík og skoðum lunda og annað fuglalíf sem þrífst þar. Í lok ferðarinnar grillum við hluta af aflanum ásamt því að bjóða upp á kartöflur og sósu með. Taktu svo restina af aflanum með þér heim!

 

Algengustu fiskarnir sem við veiðum í þessari ferð eru þorskur, ýsa, makríll, ufsi og steinbítur.

 

VINSAMLEGAST HAFIÐ BEINT SAMBAND (SALES@ELDING.IS) FYRIR HÓPABÓKANIR.

Screen Shot 2019-03-15 at 16.55.03.png
schedule-600x600px-144pt.png
captain-600x600px-144pt.png
Screen Shot 2019-03-29 at 11.16.15.png
peningar-600x600px-144pt.png

1 maí - 20 september kl. 09:00 og 13:30

14.900 kr.- fyrir 16+ ára / 50% afsl. f. börn

Frábær áhöfn og skipstjóri

Taktu aflann með þér heim

jacket.png
bbq.png
Screen Shot 2019-03-29 at 11.17.04.png
Screen Shot 2019-03-29 at 11.16.18.png

Sigldu á hefðbundum fiskibát​

Frjáls notkun hlífðarfatnaðar​

Grillaðu aflann um borð

Skoðaðu lundana (frá maí-ágúst)

Vinsamlegast athugið að veður og sjófar getur breyst án fyrirvara og gæti ferðinni því verið aflýst með stuttum fyrirvara.

Farþegum er bent á að nota bílastæði við Grandagarð (bak við Sjóminjasafnið).

bottom of page